Kótilettukvöld Lions

DalabyggðFréttir

Kótilettukvöld Lionsklúbbs Búðardals verður í Dalabúð laugardagskvöldið 10. mars. Húsið opnar kl. 19:30, en borðhald hefst kl. 20:00.

Lambakótilettur með tilheyrandi og veglegir happdrættisvinningar. Miði á skemmtunina gildir sem happdrættismiði og einnig verður hægt að kaupa aukamiða fyrir happdrættið á 1.000 kr.  Hljómsveitin B4 leikur fyrir dansi að borðhaldi og skemmtun lokinni.

Allir sem að skemmtuninni koma gefa vinnu sína og allur ágóði rennur til styrkar; Auðarskóla, Björgunarsveinni Ósk og Slysavarnardeild Dalasýslu. Miðaverð á skemmtun er 6.000 krónur. Aldurstakmark er 18 ár.

Vinsamlegast pantið miða fyrir fimmtudaginn 8. mars 2018. Skráning er á netfanginu annae@simnet.is eða hjá Önnu Eiríksdóttur í síma 897 4724.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei