Krabbameinsfélag Breiðfirðinga

DalabyggðFréttir

Fréttatilkynning
Frá Krabbameinsfélagi Breiðfirðinga
Á stjórnarfundi í Krabbameinsfélagi Breiðfirðinga 4.des. s.l.sem haldinn var í Búðardal, afhenti Jóna Valgerður Kristjánsdóttir félaginu 75.000,- kr að gjöf til minningar um eiginmann sinn Guðmund H. Ingólfsson sem lést úr krabbameini árið 2000, en hefði orðið 75 ára 6. okt. s.l.
Jafnframt færði hún félaginu þakkir fyrir að hafa gefið út jólakort með vatnslitamyndum sem Grétar Þ. Hjaltason listmálari málaði og gaf félaginu til minningar um Guðmund.
Stjórn Krabbameinsfélags Breiðfirðinga er þannig skipuð:
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir ,Reykhólahreppi, formaður
Guðrún Halldórsdóttir, Búðardal, ritari
Arnór Grímsson, Reykhólahreppi, gjaldkeri
Þrúður Kristjánsdóttir, Búðardal, meðstjórnandi
Guðrún Björnsdóttir, Búðardal, meðstjórnandi
Þess má geta að jólakortin eru til sölu hjá öllum stjórnarmeðlimum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei