Kvennahlaupið 2019

DalabyggðFréttir

Kvennahlaupið í Búðardal verður haldið laugardaginn 15. júní kl. 10 og hlaupið hefst við Björgunarsveitahúsið á Vesturbraut.
Í tilefni af 30 ára afmælis kvennahlaupsins ætlar ÍSÍ að bjóða konum sem verða 30 á árinu í hlaupið. Þær ættu að hafa fengið boðskort í pósti fyrr í mánuðinum. Endilega muna að mæta með boðskortið á hlaupadag.

Þátttökugjald er 1.000 kr fyrir börn 12 ára og yngri og 2.000 kr fyrir 13 ára og eldri. Ágóðinn rennur til Slysavarnadeildar Dalasýslu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei