Kynningarfundur um norræna og evrópska menningarsjóði

DalabyggðFréttir

Kynningarfundur um norræna og evrópska menningarsjóði verður í Leifsbúð þriðjudaginn 27. apríl, klukkan 10:00-12:00.
Norrænu upplýsingaskrifstofan á Akureyri, Norræna húsið og Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar Evrópusambandsins í samstarfi við Menningarráð Vesturlands og Menningarráð Vestfjarða og aðra, boða til kynningarfundar á norrænum og evrópskum menningarsjóðum.
Flestir þeir sem vinna með menningartengd verkefni þurfa að sækja um styrki til fjármögnunar þeirra. Til hvaða verkefna, frá hverjum og hvernig er hægt að fá styrki?
Kynning verður á: Norræna menningarsjóðnum, Menningargáttinni/Kulturkontakt Nord og Menningaráætlun Evrópusambandsins.
Farið verður yfir helstu áherslur þegar sótt er um styrki og umsóknareyðublöð sjóða verða kynnt.
Fyrirlesarar eru:
María Jónsdóttir forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri,
Þuríður Helga Kristjánsdóttir starfsmanna- og verkefnastjóri Norræna húsinu og Rósa B. Þorsteinsdóttir forstöðumaður Upplýsingaþjónustu menningaráætlunar Evrópusambandsins.
Aðgangur ókeypis.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei