Vorfundur Sögufélags Dalamanna

DalabyggðFréttir

Sögufélagið hefur fengið Einar Kárason rithöfund til að koma á vorfund þess og tala um Sturlungaöldina.
Einar hefur kynnt sér efni Sturlungu betur en flestir og sett söguefnið fram á nýstárlegan hátt í bókunum Óvinafagnaður og Ofsi. En Einar hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009 fyrir Ofsa.
Fundurinn er í Leifsbúð, miðvikudaginn 28. apríl og hefst klukkan 20:00.
Minnum á veitingarnar hjá Freyju Ólafsdóttur.
Stjórn Sögufélags Dalamanna
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei