Laust starf: Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Gildrunni

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir einstaklingi 20 ára eða eldri í skemmtilegt og skapandi starf með börnum og ungmennum í félagsmiðstöðinni Gildrunni fyrir skólaárið vorönn 2024.

Gildran er félagasmiðstöð barna og ungmenna í Dalabyggð. Áhersla er lögð á lýðræðisþáttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í opnu starfi, skipulagðri dagskrá, tímabundnum verkefnum og í samstarfi við félagsmiðstöðvar Reykhólahrepps og Strandabyggðar.

Um er að ræða hlutastarf sem felur í sér uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10-16 ára börn og ungmenni. Unnið er á virkum dögum alla jafna. Vinnutími er á opnunartíma félagsmiðstöðvar auk undirbúningsvinnu og frágangs vegna félagsmiðstöðvarstarfsins. Einnig er um einstaka kvöld- og helgarvinnu að ræða. Starfið hentar því vel sem aukavinna með námi eða öðru starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiðbeina börnum og ungmennum í leik og starfi.
  • Skipulagning og framkvæmd á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga.
  • Aðstoð við skipulagningu á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga.
  • Góð samvinna og samráð við börn, unglinga og samstarfsfólk.
  • Góð samskipti og samstarf við foreldra og aðra sem koma að starfi Gildrunnar.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
  • Færni í samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í félagsmiðstöðvarstarfi.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Dalabyggðar.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi.

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri Auðarskóla á netfanginu herdis@audarskoli.is og umsóknir óskast sendar á sama netfang.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei