Laxdæla fyrir börn

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 15. mars kl. 15 verður barnvæn sögustund í samræmi við tillögur yngri kynslóðarinnar, Laxdæla fyrir börn (á öllum aldri).
Fjallað verður þar einkum um Laxdælinga í Laxdælu; þ.e. börn, þræla, hjú, bændur, galdramenn og drauga. Þá verður og velt fyrir sér bæjarheitum, örnefnum og staðháttum eins og þeir koma fyrir í sögunni.
Börn á öllum aldri eru velkomin. Aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.
Síðasta sögustundin í þessari lotu verður síðan sunnudaginn 22. mars kl. 15 og þá verður fjallað um Lauga í Sælingsdal.

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sund samhliða sögustund hafi samband við Gunnar Má með góðum fyrirvara á netfangið gunnarmar@umfi.is eða síma 777 0295 / 434 1465.

Byggðasafn Dalamanna – fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei