Laxdæluhátíð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 7. september verður Laxdæluhátíð að Laugum í Sælingsdal í samstarfi heimamanna í Dölum og þriggja norrænna leikhúsa.
Ókeypis er á hátíðina, en aðgangseyrir á harmonikkuballið er 1.000 kr. Hátíðin er einkum ætluð fullorðnum og börnum eldri en 10 ára.

Dagskrá

10:00 Birna Lárusdóttir leiðir gesti um Laxdæluslóðir.
13:00 Hádegisverður.
14:00
Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar setur hátíðina og opnar sýninguna Keltneskur arfur á Vesturlandi.
14:20 Laxdæla 1 – Kjartan eða Bolli? Ísland (Sögusvuntan og Leikhúsið 10 fingur).
15:00 Laxdæla 2 – Brot úr Ingibjargarsögu. Noregur (Musidra).
15:40 Boutique Guðrún opnuð.
Kaffisopi í Gyllta salnum
16:40 Spurningakeppni um Laxdælu
17:00 Laxdæla með augum tveggja kynslóða
17:30 Laxdæla 3 – Harðsoðin. Finnland (Six finger theatre)
18:30 Kórsöngur – Karlakórinn Frosti
18:50 Hátíðinni slitið
19:00 Kvöldverður
20:30 Harmonikkuball fyrir unga sem aldna
Mexíkósk kjúklingasúpa og meðlæti er í boði í hádegisverðarhlaðborði á 1800 kr. Fiskur og meðlæti á kvöldverðarhlaðborði á 2.100 kr, panta þarf á kvöldverðarhlaðborð. Hálfvirði fyrir börn 10-14 ára í hlaðborð.
Panta þarf hótelgistingu fyrirfram, nóttin í tveggja manna herbergi kostar 12.000 kr / tvær nætur 20.000 kr. Pantanir á kvöldverðarhlaðborð og gistingu eru í síma 434 1600 kl. 9-17 og á netfangið laugar@umfi.is.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei