Markaskrá 2020

DalabyggðFréttir

Árið 2020 á að gefa út nýjar markaskrár um allt land.

 

Vegna útgáfu markaskrár fyrir Dalasýslu hefur eigendum marka í sýslunni verið sent blað með lista yfir þau mörk sem þeir eru skráðir fyrir í markaskrá árið 2012.

Markaeigendur eru beðnir að yfirfara blaðið og ákveða hvaða mörk þeir vilja skrá í næstu markaskrá. Framangreint blað á síðan að senda til markavarðar fyrir 20. desember 2019. Einnig er hægt að senda upplýsingar um mörkin í tölvupósti á póstfangið erla22@simnet.is. Mikilvægt er að það komi skýrt fram hvaða mörk á að skrá og hver á að fella niður.

 

Greiðsla fyrir hvert mark hefur verið ákveðin kr. 3.500 og skulu greiðslur lagðar inn á reikning Markavarðar Dalasýslu í banka 0312-26-000290, kt. 220150-3219 fyrir 20. desember 2019.

 

Markavörður Dalasýslu er Erla Ólafsdóttir í Ásgarði.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei