Deiliskipulag – Borgarbraut

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 12. september 2019 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Deiliskipulagið er fyrir stækkun íbúðarsvæðis við Borgarbraut í Búðardal. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.

Svæðið afmarkast af Miðbraut í norðri, lóðum austan við Borgarbraut að austan og sunnan og af nýjum lóðum að vestan. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir tvær raðhúsalengjur vestan megin við götuna. Skipulagssvæðið er alls um 8.650 m2 (um 0,86 ha) að stærð.

 

Tillagan er sett fram á uppdrætti og umhverfisskýrsla er aðskilin greinagerð dags. 5. september 2019. Tillaga og umhverfisskýrsla munu liggja frammi frá 16. október 2019 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Ennfremur verður tillagan til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins dalir.is.

 

Athugasemdum skal skilað til skrifstofu skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11 Búðardal, eða á netfangið skipulag@dalir.isfyrir 28. nóvember 2019. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei