Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar

DalabyggðFréttir

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2023.

Heildarúthlutunarfé sjóðsins að þessu sinni 580,3 milljónir króna. Umsóknarfrestur verður til miðnættis 28. febrúar 2023.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.

Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum:

  • Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi, úr hugmynd yfir í verkefni.
  • Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
  • Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi, eru ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð.
  • Fjársjóður styrkir sókn á markaði, hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér flokkana og handbókina vel áður en farið er í að vinna umsókn. Uppfærð handbók verður aðgengileg á heimasíðu sjóðsins þegar nær dregur.

Einungis verður tekið við umsóknum í gegnum Afurð sem er stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei