Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu

DalabyggðFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi munu standa fyrir íbúaþingi mánudaginn 6. maí 2019 undir yfirskriftinni Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu. Þingið fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl. 13 og mun standa til kl. 16.

 

Markmiðið með þinginu er að fá íbúa á Vesturlandi til að koma saman, skiptast á skoðunum og hugmyndum um hvernig þeir vilja sjá Vesturland þróast. Þátttakendur munu móta framtíðarsýn, markmið og tillögur að aðgerðum sem verða leiðarljós fyrir Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2020 til og með 2024. Auk þess mun afrakstur íbúaþingsins nýtast við vinnu við sviðsmyndagerð um þróun atvinnulífs á Vesturlandi.

Nú er komið að því að móta nýja sóknaráætlun, verum með og tökum þátt. Það er leiðin til þess að hafa áhrif á hvernig Vesturland þróast.

Áhugasamir skrái sig á netfangið saedis@ssv.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei