Laugardaginn 13. júlí kl. 14 verður opnuð í Ólafsdal ný sýning á efri hæð skólahússins. Sýningin fjallar um nám og störf kvenna í Ólafsdal á dögum fyrsta búnaðarskólans á Íslandi.
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir mun spjalla um efni sýningarinnar við opnun. Sýningin er samstarfsverkefni Ólafsdalsfélagsins og Byggðasafns Dalamanna.
Í skólahúsinu verður þennan sama dag opnuð kynning á verkefni um matarhefðir við Breiðafjörð og á Ströndum. Kynningin kemur frá Þjóðfræðistofunni á Hólmavík. Katla Kjartansdóttir og Kristinn Schram munu segja frá kl. 15.