Námskeið í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Tvö námskeið er á næstunni á vegum Ólafsdalsfélagsins. Laugardaginn 24. ágúst verður námskeið um söl, sushi og Slowfood og laugardaginn 31. ágúst verður námskeið um varðveislu grænmetis og Slowfood.
Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins og í síma 896 1930. Skráning er á netfangið olafsdalur@gmail.com

Sölvafjara, sushi og Slowfood

Laugardaginn 24. ágúst verður námskeið um söl, sushi og Slowfood í Salthólmavík og Ólafsdal. Mæting er við félagsheimilið Tjarnarlund kl. 14.
Gengið verður í sölvafjöru í Tjaldanesi. Síðan verður farið í Ólafsdal þar sem kynnt verður hugmyndafræði Slowfood hreyfingarinnar. Sýnt verður hvernig söl, þari, fiskmeti og annað hráefni svæðisins nýtist við sushi- og súpugerð. Að lokum verður afrakstursins notið í máltíð.
Leiðbeinendur verða Rúnar Marvinsson og Dominique Pledel Jónsson

Grænmeti

Námskeið um varðveislu grænmetis og Slowfood verður laugardaginn 31. ágúst kl. 14-17.
Kynntar verða aðferðir til varðveislu grænmetis og hvernig þær henta hverri afurð. Jafnframt verður hugmyndir Slowfood hreyfingarinna kynntar.

Ólafsdalsfélagið

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei