Norðurljós í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík heldur tónleika í Tjarnarlundi föstudaginn 16. apríl.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Athugið að það er enginn posi á staðnum.
Á dagskrá eru ýmis létt lög. Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikari er Viðar Guðmundsson.
Allir hjartanlega velkomnir og eru Dalamenn hvattir til að láta ekki þessar hressu nágrannakonur framhjá sér fara.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei