Ný samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest og birt í Stjórnartíðindum nýja samþykkt um stjórn Dalabyggðar og kemur hún í stað fyrri samþykktar frá 2013.

Meðal breytinga í nýrri samþykkt er að reglulegir fundir sveitarstjórnar verða haldnir annan fimmtudag hvers mánaðar og fundir byggðarráðs verða að jafnaði haldnir fjórða fimmtudag hvers mánaðar.

Þá verður núverandi menningar- og ferðamálanefnd skipt upp í tvær nefndir, menningarmálanefnd og atvinnumálanefnd.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei