Opnað fyrir umsóknir fyrir þróunarverkefni búgreina 5. október

DalabyggðFréttir

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um þróunarverkefni búgreina samkvæmt búvörusamningum fyrir síðari úthlutun ársins rennur út á miðnætti 1. nóvember 2022.

Opnað verður fyrir umsóknir í Afurð, stafrænu stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins, 5. október næstkomandi.

Í nautgriparækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni.

Í sauðfjárrækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska sauðfjárrækt og eru skilgreind sem kennsla, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í sauðfjárrækt.
Í garðyrkju eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska garðyrkju og skilgreind sem ráðgjafarverkefni, kynningarverkefni, rannsókna- eða tilraunaverkefni, vöruþróunarverkefni, verkefni sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og endurmenntunarverkefni.

Umóknir berist á Afurð.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei