Á 233. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 13. apríl sl. var eftirfarandi tillaga samþykkt, undir dagskrárlið 11:
Í ljósi m.a. framkominnar fyrirspurnar Bæjarins Besta samþykkir sveitarstjórn Dalabyggðar að kalla eftir nýjasta ársreikningi frá öllum veiðifélögum í Dalabyggð samkvæmt skráningu Fiskistofu.
Umræddum gögnum verður svo komið til Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar sem tekur afstöðu til og eftir atvikum endurmetur fasteignamat vegna hlunninda þeirra eigna sem hlut eiga að máli.
Í ljósi ofangreinds óskar Dalabyggð eftir því að veiðifélög í Dalabyggð sendi afrit af nýjasta ársreikningi sínum til skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið dalir@dalir.is fyrir mánudaginn 15. maí nk.
Haft verður samband við þau félög sem ekki hafa skilað af sér ársreikningi fyrir tilskyldan tíma.