Refa- og minkaveiðar 2019

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum veiðimönnum til að sinna refa- og minkaveiðum í Dalabyggð árið 2019.

 

Veiðimenn skulu vera með gilt veiðikort, staðkunnátta og reynsla af refa- og minkaveiðum er æskileg. Núverandi veiðimenn sveitarfélagsins eru hvattir til að sækja aftur um og halda áfram sínu góða starfi.

 

Refaveiðinni er skipt upp í 13 svæði eins og verið hefur undanfarin ár og fyrirkomulag minkaveiða verður óbreytt. Sveitarfélagið mun gera skriflega samninga við veiðimenn.

 

Áhugasamir hafi samband í síma 894 0013 eða á netfangið vidar@dalir.is fyrir 10. apríl.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei