Refa- og minkaveiðar

Dalabyggð Fréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um refa- og minkaveiðar sem gilda frá 1. maí 2012.

Refaveiði

Grenjaleit og veiðar verði á grenjatímanum 1. maí – 31. júlí.
Veiðimenn ráðnir af sveitarfélaginu sjá um alla grenjavinnslu og er þeim einum heimilt að veiða á grenjatímabilinu. Þó geta bændur og æðarræktendur (eða aðilar á þeirra vegum) skotið refi sem búfénaði eða æðarvarpi stafar bein hætta af. Skal viðkomandi tilkynna fulltrúa sveitarfélags um slíka veiði svo fljótt sem auðið er. Ekki er greitt fyrir slíka veiði.
Ekki verður greitt fyrir refaveiðar utan grenjatíma.
Ef borið er út æti skal vanda til verka og leitast skal við að hafa hæfilega vegalengd á milli staða sem borið er út á. Ætlast er til að staðsetning og frágangur ætis valdi útivistarfólki og öðrum sem um landið fara sem minnstum ama. Jafnframt skal staðsetningin vera í samráði við fulltrúa Dalabyggðar, auk þess sem samþykki landeiganda þarf að liggja fyrir. Fjarlægja skal æti og leifar þess og leið og hætt er að stunda veiðina.

Minkaveiðar

Dalabyggð ræður veiðimenn með minkahunda til hefðbundinnar minkaleitar í sveitarfélaginu.
Skulu þeir að jafnaði veiða á tímabilinu 20. apríl til 30. júní og vera til reiðu ef vandamál koma upp. Lögð er sérstök áhersla á að leitað sé á varplöndum og við veiðiár. Einnig leitað með sjó, svo sem kostur er.

Reglur um refa- og minkaveiðar í Dalabyggð

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei