
Dómarar verða meðal annars Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna.
Að gera rúllupyslu úr kindakjöti er gömul og góð hefð á íslenskum heimilum. Keppnin er haldin til að viðhalda og vekja athygli á fornum hefðum og handverki í matargerð.
Fornar verkunarhefðir og handverk í matargerð mega hvorki gleymast né staðna. Því er nausynlegt að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín, prófa nýjar leiðir og stuðla þannig að þróun í gerð hefðbundinna matvæla.
Kynslóðirnar er því hvattar að koma saman við rúllupyslugerð, læra hver af annarri og njóta tímans saman.
Skráning í keppnina er sama dag milli kl. 13-13:30 í Þurranesi.