Samráð um Menntastefnu Dalabyggðar – opið fyrir tillögur að úrbótum

DalabyggðFréttir

Kynning á drögum menntastefnu Dalabyggðar fyrir íbúa Dalabyggðar fór fram miðvikudaginn 17. janúar.

Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skólastarfi, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Opnað hefur verið fyrir tillögur að úrbótum á menntastefnunni.

Á slóð sem fylgir frétt þessari er hægt að skrá tillögur og athugasemdir inn í skjal. Um er að ræða Google skjal sem má finna hér: Samráðsskjal eftir íbúafund 17. janúar 2024 – Menntastefna Dalabyggðar. Allar tillögur vistast sjálfkrafa í skjalið.

Það er sveitarfélaginu mjög mikilvægt að fá íbúa með í þróun á stefnu og markmiðum menntastefnunnar og því eru allar ábendingar vel þegnar. Saman getum við meira.

Fyrir þá sem vilja kynna sér glærur frá fundinum er hægt að smella hér: Menntastefna Dalabyggðar ’23-’28 – DRÖG

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei