Ársreikningur Dalabyggðar 2020

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. var ársreikningur Dalabyggðar 2020 tekinn til fyrri umræðu.

Rekstri er skipt í A og B hluta.
Í A hluta er rekstur málaflokka og þjónusta við íbúa sveitarfélagsins sem er fjármögnuð með skatttekjum og þjónustugjöldum.
Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki og rekstrareiningar sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru fjármagnaðar með þjónustutekjum t.d. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún, fráveita, Dalagisting ehf., Dalaveitur ehf. og vatnsveita.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 993,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 812,2 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark.
Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%.
Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 29,6 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 51,8 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 842,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 753,2 millj. kr.

Á upptöku frá fundinum má fylgjast með ítarlegum útskýringum Haraldar Reynissonar endurskoðanda á ársreikningnum. Upptaka: 204. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar
Ársreikningurinn fylgir fundargerð sveitarstjórnar á hér heimasíðu Dalabyggðar. Fundargerð: 204. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar

Eru íbúar hvattir til að kynna sér hann og senda inn fyrirspurnir sem teknar verða fyrir við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar sem verður þann 20. maí nk.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei