Stjórnsýsla á vef Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Nýlega er búið að samþykkja nýjar reglur um skólaakstur og vinnuskólann í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Þær reglur og annað nytsamlegt varðandi stjórnsýslu sveitarfélagsins má finnaá vef Dalabyggðar undir liðnum stjórnsýsla.
Þar er að finna skipan sveitastjórnar, byggðaráðs og nefnda, auk fulltrúa á fundi og nefndir fyrir hönd Dalabyggðar. Fundargerðir sveitarstjórnar, byggðaráðs og nefnda sveitarfélagsins, auk hljóðritana af sveitarstjórnarfundum. Samþykktir og vinnureglur sveitarfélagsins um þá málaflokka sem snúa að stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins. Eyðublöð, gjaldskrár, ársreikninga og áætlanir, starfmannahald, jafnréttisáætlun og fjallskil.
Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að nýta sér þær upplýsingar sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins, www.dalir.is.
Og sem fyrr eru allar ábendingar um það sem betur má fara vel þegnar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei