Frá og með sunnudeginum 2. september mun ný leið taka gildi hjá Strætó. Leið 59 mun fara Mjódd – Borgarnes – Búðardalur – Hólmavík/Reykhólar. Ferðir munu verða alla daga vikunnar nema laugardaga.
Nánari upplýsingar um leiðina munu birtast á heimasíðu Strætó bs.