Stuðningsfulltrúi Vinnuskóla Dalabyggðar – sumarstarf

DalabyggðFréttir

Helstu verkefni felast í stuðningi við ungmenni í störfum þeirra í vinnuskólanum. Stuðningsfulltrúi er aðstoðarmaður verkstjóra.
Umsækjandi þarf að vera stundvís og áreiðanlegur, hafa góða samskiptahæfileika og vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu.
Stundvísi og góð mæting eru skilyrði. Um er að ræða fullt starf í júní og júlí.
Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 7. júní nk. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei