Sveitarstjórnarkosningar 2018

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí 2018. Upplýsingar um flest er lýtur að þeim er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is.

Kjörskrá

Á kjörskrá skal taka alla íslenska ríkisborgara sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 26. maí, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, þann 5. maí. Óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir þann tíma.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí er hafin. Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar til kjördags. Innanlands er hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11, frá kl. 13:00 til 15:30 alla virka daga til kjördags. Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.

Framboðsfrestur

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 26. maí rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí. Kjörstjórn tekur á móti framboðslistum í fundarsal á annarri hæð stjórnsýsluhúss þann dag kl. 11:30-12:00.

Ef aðeins einn framboðslisti berst skal yfirkjörstjórn framlengja framboðsfrest um tvo sólarhringa. Komi ekki fram nýr framboðslisti áður en þeim fresti lýkur verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn ef hann uppfyllir að öllu leyti skilyrði laganna.

Komi enginn framboðslisti fram verða óhlutbundnar kosningar (persónukjör). Allir kjósendur eru þá í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því.

Kjörstjórn Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei