Vegna útboðs um söfnun og flutning dýrahræja í Dalabyggð koma hér svör við fyrirspurnum sem bárust skrifstofu Dalabyggðar.
Skuldleysi vegna opinberra gjalda
– Ekki er nauðsynlegt að sýna fram á skuldleysi vegna opinberra gjalda áður en boðið er í verkið. Verktaki þarf hinsvegar að geta sýnt fram á skuldleysi varðandi opinber gjöld ef ganga á til samninga við viðkomandi og er þá gerð krafa um slíka staðfestingu áður en undirskrift fer fram.
Nauðsynlegar tryggingar og leyfi
– Þegar talað er um nauðsynlegar tryggingar og leyfi í gögnunum er t.d. átt við lögbundnar ökutækjatryggingar og leyfi til að stjórna þeim tækjum sem notuð eru við söfnun og flutning.
Þá áréttum við að allar fyrirspurnir um verklýsingu skulu vera skriflegar og þær sendar á netfangið dalir@dalir.is, eigi síðar en tveimur dögum fyrir skilafrest tilboða.
Fyrirspurnum verður svarað skriflega og svör birt á vef Dalabyggðar www.dalir.is undir yfirskriftinni “Tilboð í söfnun og flutning á dýrahræjum í Dalabyggð” – Fyrirspurnir og svör.