Steinn Steinarr í 100 ár

DalabyggðFréttir

Hátíðardagskrá í Tjarnarlundi, Saurbæ, Dalabyggð 15. nóvember 2008 kl. 15:00

Nemendur Grunnskólans í Tjarnarlundi sem eru á aldrinum 6-16 ára, frumflytja einn af 6 köflum tónverks eftir Snorra Sigfús Birgisson.
Stjórnandi flutnings Haraldur G. Bragason.
Nemendur grunnskólans munu einnig flytja ljóð og Þorrakórinn mun syngja lög við ljóð Steins undir stjórn Halldórs Þorgils Þórðarsonar. Myndverk nemenda, innblásin af ljóðum Steins, verða til sýnis.

Að dagskrá lokinni bjóða nemendur og kennarar Grunnskólans í Tjarnarlundi upp á kaffi og kökur.
Allir velkomnir.
Frumfluttur verður einn hluti tónverks – sem er í heild sinni 6 þættir, eftir tónskáldið Snorra Sigfús Birgisson. Kallað var sérstaklega eftir verki frá Snorra í tilefni af því að 100 ár eru frá fæðingu skáldsins Steins Steinarr og samdi hann verkið með unga nemendur Grunnskólans í Tjarnarlundi í huga. Verkið inniheldur Forspil, 4 Kvæði og Eftirspil. Sá þáttur verksins sem frumfluttur verður nk. laugardag heitir
“Kveld við Breiðafjörð”.
Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vesturlands. Unnið í samstarfi Grunnskólans í Tjarnarlundi, Nýpurhyrnu og Tónlistarskóla Dalasýslu.
Markmið verkefnisins STEINN STEINARR í 100 ár er að kynna börnum og ungmennum í Dalabyggð vinnubrögð tónskálds og kveikja áhuga þeirra á nýsköpun á sviði tónlistar sem byggir á menningararfi heimabyggðar þeirra, en ljóðskáldið Steinn Steinarr var heimamaður á Skarðsströnd og í Dölum. Tónverkið er samið í tilefni aldarafmælis Steins Steinarrs í tengslum við skáldverk hans. Vonast er til að verkefnið geti orðið ungu fólki á svæðinu hvatning til að kynna sér menningararf sinn enn frekar – og að njóta hans sem innblásturs til nýrra verka.
Með því að virkja börn og unglinga á svæðinu til samvinnu við færan fagmann á sviði tónlistar og tónsköpunar er sáð fræjum umhugsunar í hugi barna og unglinga á svæðinu um nýsköpun og menningararf og um möguleika sem þar felast og bíða færis. Mikilvægt er að börn kynninst þeirri upplifun sem fólgin er í því að taka þátt í samstarfi við framúrskarandi fagmenn á sviði lista.

Á dagskrá verður:
Ljóðaflutningur nemenda Grunnskólans í Tjarnarlundi:
Barn; Steinn Steinarr
Nemendur í 1.- 6. bekk leika og syngja.
Mannkynssaga fyrir byrjendur; Steinn Steinarr
Upplestur; Kristinn Helgi Bogason
Það vex eitt blóm fyrir vestan; Steinn Steinarr
Upplestur; Kristín Þórarinsdóttir
Grautur og brauð; Steinn Steinarr
Upplestur; Stefán Rafn Kristjánsson
Að frelsa heiminn; Steinn Steinarr
Upplestur; Elísa Katrín Guðmundsdóttir
Syrpa, lög við ljóð eftir Stein Steinarr.
Flutningur: Þorrakórinn
Stjórnandi og undirleikari: Halldór Þorgils Þórðarson
Kveld við Breiðafjörð; Steinn Steinarr
Frumfluttur einn hluti verks eftir Snorra Sigfús Birgisson.
Snorri mun í stuttu máli segja frá verkinu.
Söngur: Nemendur Grunnskólans Tjarnarlundi
Undirleikur: Steinþór Logi Arnarsson, Elísa Katrín Guðmundsdóttir,
Kristinn Helgi Bogason, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Haraldur Guðni
Bragason og Halldór Þorgils Þórðarson.
Kynnir Guðbjörg Björnsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Tjarnarlundi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei