Að segja sögur – sagnanámskeið

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 20. apríl, kl. 13:00-17:00 í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar.

 

Hæfileikinn til að segja sögur, býr í okkur öllum. Námskeiðinu er ætlað að rækta þennan hæfileika með leiðsögn um aðferðir sagnalistar og þann galdur sem hægt er að skapa með því að segja sögu.

Hér blandast saman fróðleikur frá leiðbeinendum og æfingar þátttakenda, sem prófa sig áfram og byggja þannig upp reynslu og kjark á sagnaslóðinni.

 

Fjallað verður um:

  • Efniviðinn, þ.e. sögurnar sjálfar – það að velja sögu og endurskapa sögu
  • Leiðir til að læra og muna sögur
  • Raddbeitingu, líkamsstöðu og öndun
  • Aðferðir til að glæða sögurnar lífi

Námskeiðið gefur þér:

  • Færni í að byggja upp og segja sögu og gera það vel
  • Öryggi í sagnalistinni
  • Kjark til að gera meira af því að segja sögur
  • Næringu, fróðleik og skemmtun

Fyrir þau sem vilja nýta sögur:

  • Á sínum vettvangi, t.d. í ferðaþjónustu, safnastarfsemi eða víðar
  • Í kennslu barna og ungmenna
  • Í félagsstarfi með fólki á öllum aldri
  • Og svo líka fyrir þau sem hafa engin sérstök áform önnur en að eiga skemmtilegan dag

Leiðbeinendur: 

Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir, frá Grundarfirði.  Bæði hafa þau fengist við sagnamennsku í mörg ár, kennt á námskeiðum og komið fram á sagnakvöldum hér heima og erlendis.

 

Kostnaður: Greitt er 6000 kr. skráningargjald fyrir námskeiðið.  Að öðru leyti er það niðurgreitt.

Skráning er hjá Lindu Guðmundsdóttur: linda@ssv.is og 7806697

 

Fræðsluröðin „Átthagafræðsla í Dalabyggð“ er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei