UDN 90 ára

DalabyggðFréttir

Afmælishóf UDN verður haldið í Dalabúð
8. nóvember 2008 og hefst kl. 16:00
Á sama tíma verður sýning á ýmsum munum, s.s. fatnaði, fánum, bikurum o.fl., sem tengjast sögu UDN (Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga) í 90 ár og aðildarfélaganna frá stofnun þeirra.
Jafnframt verður sýning á ljósmyndum frá ýmsum viðburðum tengdum UDN og íþróttastarfi og einnig verður ýmsum gömlum og nýjum myndum varpað upp á skjá og þá bara spurning hvort einhver þekkir einhvern.
Boðið verður upp á dýrindis kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
Töluvert hefur nú þegar borist til undirritaðrar af munum frá aðildarfélögum UDN en þeir sem ennþá luma á góðum gripum eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við undirritaða við fyrsta tækifæri.
F.h. stjórnar UDN
Margrét Jóhannsdóttir
sími: 847-9974, 587-6460
netfang: mjo@simnet.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei