Útboð: Rekstur mötuneytis Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í rekstur mötuneytis fyrir Auðarskóla, samrekinn grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu. Verkið snýst um innkaup aðfanga, framleiðslu, framreiðslu á tilteknum tíma, samantekt og frágang að máltíðum loknum.

Meginmarkmið með rekstri mötuneytis Auðarskóla er að við matseðlagerð, hráefnisval, matreiðslu og framreiðslu sé haft að leiðarljósi  að maturinn sé  hollur og næringarríkur, sé lystugur og henti börnunum.

Vettvangsskoðun verður haldin föstudaginn 7. júlí og eru áhugasamir bjóðendur hvattir til að mæta og kynna sér aðstæður.

Frestur til að taka þátt og skila inn tilboði er til 20. júlí kl. 13:00.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal og verða opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska, kl. 13:00 þann 20. júlí nk.

22078 Auðarskóli – mötuneyti – Útboðs- og verklýsing ásamt tilboðsblöðum

Handbók fyrir grunnskólamötuneyti

Handbók fyrir leikskólaeldhús

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei