Vegna grenndarstöðva frístundahúsa

DalabyggðFréttir

Að gefnu tilefni vill sveitarfélagið benda á að kör fyrir sorp á grenndarstöðvum frístundahúsa eru aðeins fyrir almennt sorp (heimilisúrgang).

Sé um annars konar sorp eða úrgang að ræða (s.s. timbur, brotajárn eða spilliefni), skal skila því á endurvinnslustöðina að  Vesturbraut 22, 370 Búðardal.

Eigendur frístundahúsa eiga að hafa fengið klippikort sent í pósti sem hægt er að nota við komu á endurvinnslustöðina.

Lúgur hjá endurvinnslustöðinni eru einnig aðgengilegar allt árið. Þar er tekið við endurvinnslu, gleri o.fl. auk lítillar lúgu fyrir almennt heimilissorp.

Verið er að dreifa tunnum og körum í Dalabyggð og með sumrinu munu bætast við kör fyrir endurvinnslu og lífrænan úrgang á grenndarstöðvum frístundahúsa.

Hafi notendur ábendingar s.s. um full ílát, skal koma þeim til skrifstofu Dalabyggðar, 430-4700 eða dalir@dalir.is.

Flokkunartafla fyrir græna tunnu
Flokkunartafla fyrir brúna tunnu

Skila á timbri, brotajárni og spilliefnum á endurvinnslustöðina í Búðardal.

Hafi notendur ábendingar s.s. um full ílát, skal koma þeim til skrifstofu Dalabyggðar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei