Vinnufundur í Búðardal: Vestfjarðaleiðin

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 4. júní kl. 14:00 munu Vestfjarðastofa og Vesturlandsstofa halda fund um ferðaþjónustu í Dalabyggð í stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11, Búðardal – fundarsal á 2.hæð.

Fjallað verður um þróun nýrrar ferðamannaleiðar, Vestfjarðaleiðin, og farið yfir tengingu við áfangastaði innan svæðisins.

Við hvetjum ferðaþjóna á svæðinu, sem og aðra áhugasama um uppbyggingu ferðaþjónustu, að mæta á fundinn og taka þátt í vinnunni með okkur.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei