Göngur og réttir í Dalabyggð 2020

DalabyggðFréttir

Við viljum byrja á að árétta atriði í nýútgefnum leiðbeiningum um göngur og réttir vegna COVID-19:
  • Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 100 manns. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin fjöldatakmörkun.
  • Hliðvarsla verður við aðkeyrslu að réttum og þangað inn verður aðeins hleypt þeim sem þar eiga erindi.
  • Allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.
  • Vegna smitvarna er mælst til þess að áfengi verði ekki haft um hönd.
  • Fjallaskálar/húsnæði sem notað er við göngur eru eingöngu opin fyrir smala og þá sem hafa hlutverk í göngum/leitum þann tíma sem göngur/leitir standa yfir.

Leiðbeiningar í heild sinni ásamt gátlistum má finna á heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda eða með því að smella HÉR.

Réttir í Dalabyggð 2020

 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei