Júlí, 2020

20júl19:30Sögurölt: ÁsgarðsstapiSögurölt

Nánari upplýsingar

Í þriðja sögurölti sumarsins verður gengið á Ásgarðsstapa í Hvammssveit. Röltið er mánudaginn 20. júlí kl. 19:30 og hefst við afleggjarann að Ásgarði.

Í stapanum búa álfar og verður sagt frá samskiptum þeirra við okkur mannverurnar, auk þess sem Ásgarðsfeðgar segja frá og sýna okkur annað markvert á leiðinni.

Í göngunni er meðal annars boðið upp á mýrlendi og fastlega má búast við rigningu. Því er mælt með skóbúnaði við hæfi, vaðstígvélum eða góðum gönguskóm. Í heild verða gengnirum 2,5 km.

Sögurölt er samstarfsverkefni Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum. Strandamenn, Dalamenn og aðrir góðir gestir eru velkomnir.

Meira

Klukkan

(Mánudagur) 19:30

X
X