Árleg Ólafsdalshátíð verður sunnudaginn 7. ágúst, kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis, ávörp, markaður, leiksýning, sýningar og margt annað til skemmtunar.
Ólafsdalur er 6 km inn með Gilsfirði sunnanverðum, vegur 690.
Dagskrá
11.00 „Minjar og daglegt líf í Ólafsdal“. Fræðsluganga um Ólafsdals undir leiðsögn Guðmundar Rögnvaldssonar frá Ólafsdal.
|
12.30 Ólafsdalshappdrætti. Sala miða hefst, fjöldi vinninga, miðaverð er 500 kr.
|
13.00 Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins flytur ávarp. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps flytur ávarp. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands flytur ávarp. KK (Kristján Kristjánsson) skemmtir. Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíunnar flytur erindi.
|
14.15-17.00 Ólafsdalsmarkaður og veitingar. Fjölbreytt handverk, Ólafsdalsgrænmeti, ostar, Erpsstaðaís, kræklingur og margt fleira. Kaffiveitingar. Hestar teymdir undir börnum. Gömul farartæki.
|
15.00 Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið „Mjallhvít og dvergarnir sjö“.
|
12.00-17.00 Sýningar í skólahúsinu. „Ólafsdalsskólinn 1880-1907„, afmælissýning Ólafsdalsfélagsins. „Strengur„textar og tónlist eftir Tómasar R. Einarsson, ásamt kvikmynd. „Kolanámurnar á Tindum“ sýning Sögufélags Dalamanna. |
Athugið að netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrætti.
Árlegt kaffihlaðborð er síðan að Skriðulandi kl. 13-21.