Um áramótin tekur Íslenska gámafélagið við sorphirðu í Dalabyggð.
Á næstu vikum verða upplýsingar varðandi nýtt fyrirkomulag sorphirðu og þriggja tunnu kerfi settar hérna inn á heimasíðu Dalabyggðar.
Frá og með apríl 2021 verður allt sorp frá heimilum í Dalabyggð flokkað í þrjár tunnur.
Flokkað sorp fer til endurvinnslu, lífrænt sorp fer í moltugerð og almennt sorp fer til urðunar.
Um þessar mundir er unnið að gerð handbókar þar sem er farið yfir helstu atriði og mun hún berast íbúum áður en til breytinganna kemur.
Sorphirða í Búðardal verður óbreytt þar til í apríl, það er ein 240 lítra tunna fyrir almennt sorp og tæmt á tveggja vikna fresti.
Í dreifbýli verða ákveðnar breytingar strax um áramót.
Grenndargámar verða fjarlægðir öðru hvoru megin við áramót.
Tvær 240 lítra tunnur verða keyrðar á hvert heimili í dreifbýli dagana 21.-30. desember.
Þær verða þær tæmdar á fjögurra vikna fresti, fyrst í síðustu viku janúar.
Íbúar þurfa að festa þær þannig að þær fjúki ekki eða verði fyrir öðru tjóni og séu aðgengilegar við sorphirðu.
Íbúar eru hvattir til að vera ekki með uppsafnað sorp heima fyrir við skiptin og koma því í gámana áður en þeir fara.
Nánari tímasetningar og útfærsla tunnudreifingar verða birtar á heimasíðu og öðrum miðlum Dalabyggðar þegar nær dregur.
Íslenska gámafélagið tekur við rekstri gámasvæðisins í Búðardal um áramótin.
Opnunartímar verða þá á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14-18 og á laugardögum kl. 10-14.
Munum að umhverfisvernd og ábyrg umgengni um náttúruna eru mikilvæg atriði sem varða framtíð allra.