Menningarfulltrúi Vesturlands og fagstjóri Áfangastaða- og markaðssviðs SSV verða með viðveru í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar á 1. hæð Stjórnsýsluhúss að Miðbraut 11 í Búðardal, í hverjum mánuði.
Næsti viðverudagur er: 15. mars, frá kl. 13:00 – 15:00.
Sigursteinn Sigurðsson er menningarfulltrúi Vesturlands.
Menningarfulltrúi vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum og ráðgjöf varðandi menningarmál ásamt því að starfa með uppbyggingarsjóðnum og veita umsækjendum um menningarstyrki upplýsingar og ráðgjöf.
Margrét Björk Björnsdóttir (Maggý) er fagstjóri Áfangastaða- og markaðssviðs SSV.
Sviðið samanstendur af starfsemi og verkefnum sem heyra undir Áfangastaðastofu Vesturlands og Markaðsstofu Vesturlands. Það sinnir m.a. samstarfi, samráði og ráðgjöf við heimamenn, fyrirtæki, þjónustuaðila, gesti, stoðþjónustu og opinbera aðila innan ferðaþjónustu. Auk þess sem unnið er að markaðs- og kynningarmálum í samstarfi við hagaðila.