Aðalbókari

DalabyggðFréttir

Starf aðalbókara á skrifstofu Dalabyggðar í Búðardal er laust til umsóknar.
Gerð er krafa um stúdentspróf auk viðbótarmenntunar og/eða mikillar reynslu í starfi. Þekking og reynsla af Dynamics NAV er kostur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala og Snæfellsness.
Ráðið verður í starfið frá 1. janúar 2012 eða eftir samkomulagi.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Umsóknarfrestur er til og með 7. desember n.k.
Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson sveitarstjóri í síma 430 4700.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei