Barnamót HSS

DalabyggðFréttir

Héraðssamband Strandamanna (HSS) hefur boðið Ungmennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) að taka þátt í Barnamóti HSS sem verður haldið á Drangsnesi sunnudaginn 21. ágúst kl. 14.

Keppnisgreinar

Börn 8 ára og yngri

 • 60 metra hlaup

 • boltakast

 • langstökk

60 metra hlaup

 • boltakast

 • langstökk

Börn 11-12 ára

 • 60 metra hlaup

 • kúluvarp

 • spjótkast

 • langstökk

 • hástökk

Framkvæmdastjóri HSS, Arnar S. Jónsson, tekur á móti skráningum á mótið. Einungis verður tekið við skráningum í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 12 laugardaginn 20. ágúst.
Eftir mótið verður síðan öllum gestum boðið í grillaðar pylsur, drykk og tilheyrandi meðlæti.

Heimasíða HSS

 • Var efni síðunnar hjálplegt?
 • Nei