Bókasafnsdagurinn

DalabyggðFréttir

Bókasafnsdagurinn tókst vel hjá Hugrúnu á Héraðsbókasafni Dalasýslu. Fólk kom við og gaf sér tíma til að setjast niður og spjalla.
Guðrún Kristinsdóttir kom og las fyrir börn á öllum aldri þjóðsögur. Og ekki var komið að tómum kofanum hjá börnunum þegar kom að þekkingu þeirra á hvernig hlutirnir voru í gamla daga. Myndir frá deginum eru komnar í myndasafnið og von er á fleirum.
Á morgun verður síðan markaður í Björgunarsveitarhúsinu og þar verður Hugrún bókavörður að selja afskrifaðar bækur af safninu. Um að gera að kíkja og sjá hvort ekki leynist eitthvað spennandi þar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei