Bókavörður Héraðsbókasafns Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir starf bókavarðar Héraðsbókasafns Dalasýslu laust til umsóknar.

Leitað er að bókasafns- og upplýsingafræðingi en til greina kemur að ráða ófaglærðan starfsmann. Starfshlutfall er 50%.

Helstu verkefni

Bókavörður sér um innkaup bóka, skráir í tölvukerfi, afgreiðir bækur og önnur gögn, raðar í hillur, merkir og plastar bækur, leiðbeinir viðskiptavinum um safnkost og aðstoðar við millisafnalán.

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Áhugi og þekking á bókmenntum og útgáfu.
  • Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Framsýni og metnaður í starfi.

· Almenn tölvukunnátta.

Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn komi til með að búa í Dalabyggð.

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SDS eða viðeigandi fagfélags.

Umsókn skal skila til skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal.

Fyrirspurnir má senda á netfangið sveitarstjori@dalir.is.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars nk.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei