Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 varðandi íbúðarsvæði í Búðardal, stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í Búðardal og frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal.

Tillögurnar liggja frammi frá 8. mars 2018 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.dalir.is.

Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa að Miðbraut 11 í Búðardal eða á netfangið byggingarfulltrui@dalir.is fyrir 20. apríl 2018.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei