Falleg folöld í Dölum

DalabyggðFréttir

Hrossaræktarsamband Dalamanna stóð fyrir folaldasýningu í nýju reiðhöllinni í Búðardal. Er þetta fyrsti viðburður tengdum hrossum sem haldinn er þar.
Dómarar á sýningunni voru kynbótadómararnir Sigbjörn Björnsson og Valberg Sigfússon.
Vegleg verðlaun voru veitt fyrir fallegustu gripina, bikar og verðlaunaskyldir frá Hrossaræktarsambandi Dalamanna og gjafabréf frá KM-þjónustunni í Búðardal og Knapanum í Borgarnesi.
Mikið var af efnilegum folöldum á sýningunni og má sjá úrslitin hér að neðan.

Merar
Anja frá Vatni,
Litur: Rauðstjörnótt
Ræktandi: Sigurður Jökulsson og Helga Ágústsdóttir
Eigandi: Sigurður Jökulsson og Helga Ágústsdóttir
F: IS2003138376 Stimpill frá Vatni
M: IS1988238376 Andrá frá Vatni
Svarta–Sól frá Vatni
Litur: Brún
Ræktandi: Sigurður Jökulsson og Georg Kristjánsson
Eigandi: Sigurður Jökulsson og Georg Kristjánsson
F: IS2004188439 Njáll frá Friðheimum
M: IS1995257460 Þokkadís frá Holtsmúla
NN frá Kringlu
Litur: Rauðblesótt
Ræktandi: Jón Skarphéðinsson
Eigandi: Jón Skarphéðinsson
F: IS2003138376 Stimpill frá Vatni
M: IS1993238266 Glóð frá Kringlu
Hestar
Kraftur frá Blönduhlíð
Litur: Brúnn
Ræktandi: Ásgeir Salberg Jónsson
Eigandi: Ásgeir Salberg Jónsson
F: IS1999188801 Þóroddur frá Þoroddsstöðum
M: IS1994238267 Vænting frá Kringlu
NN frá Skeggjastöðum
Litur: Brúnstjörnóttur (grár) hestur
Ræktandi: Hallgrímur Hjaltason
Eigandi: Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir
F:IS2000138265 Ás frá Breiðabólsstað
M: IS19AD256184 Lyfting frá Skeggjastöðum
Stefnir frá Vatni
Litur: Rauðskjóttur
Ræktandi: Sigurður Jökulsson og Helga Ágústsdóttir
Eigandi: Sigurður Jökulsson og Helga Ágústsdóttir
F: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
M: IS1986287013 Hörn frá Langholti II
Kraftur frá Blönduhlíð var kosinn fallegasta folaldið af áhorfendum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei