Goðsagnir og Íslendingasögur

DalabyggðFréttir

Sýnd í Dalabúð mánudaginn 29.sept kl. 19:30


Aðgangseyrir 600 kr. frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Myndin er 90 mínútna löng
Hættið ykkur í ferð með um slóðir norrænnar goðafræði…
Það er sama hvert litið er á Íslandi: alls staðar eru bókmenntirnar
nálægar. Land, sem í krafti einstæðs landslags skrifar sjálft sínar eigin
sögur. Fyrsti hlutinn gerist á þessum slóðum. Með hjálp Snorra-Eddu er saga landsins rifjuð upp. Við kynnumst m.a. hinum sögufræga Ásgarði, heyrum af Niflheimi, landi kulda og dauða, að ógleymdum Svartálfaheimi, bústað trölla og náttdverga. Auk þess er rakinn skyldleiki þess sem segir í Snorra-Eddu við hina víðfrægu Niflunga. Áræðið að hverfa með okkur inní tíma, sem er löngu liðinn, en þó alls staðar nálægur. Til lands, sem heitir Ísland.
Á 13. öld var farið að skrásetja sögu landnámsmannanna, og þessar
frásagnir, Íslendingasögurnar, eru enn með verðmætustu dýrgripum
íslenskrar sögu. Þær fjalla um ást, átthagabönd, hefnd og dauða. Þar má
nefna söguna af Njáli, en Gunnar, vinur hans, hlaut grimmilegan dauðdaga,
vegna ástar sinnar á heimahögunum. Eða söguna af Eiríki rauða, einum
merkilegasta landkönnuði allra tíma, sem lagði leið sína til Grænlands.
Söguna af Gísla Súrssyni, sem elskaði konu sína svo heitt að hann vildi
heldur deyja en að fara úr landi. Þetta eru aðeins örfáar þeirra sagna sem
við eigum eftir að kynnast á þessu ferðalagi. Sökkvið ykkur niður í veröld
Íslendingasagnanna og upplifið þær í fyrsta sinn með þessum hætti í lifandi
myndum.

Aðrar sögur sem fjallað er um í myndinni: Egils saga, Hrafnkels saga,
Grettis saga, Eyrbyggja saga, Harðar saga og Laxdæla saga
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei