Grænmeti til sölu í Ólafsdal á morgun

DalabyggðFréttir

Þó að Ólafsdalshátíðinni hafi verið aflýst vilja staðarhaldarar bjóða grænmeti úr rækt sumarsins til sölu á morgun, laugardaginn 15.ágúst milli kl.12-17. Þar má m.a. finna hnúðkál, grænkál, rófur og tvær tegundir af myntu. Salan fer fram utandyra svo gestir geta gætt að sóttvörnum.
Laugardagurinn 15.ágúst er jafnframt síðasti opnunardagur sumarsins. Á staðnum er hægt að ganga um og kynna sér svæðið, m.a. er þar uppgröftur sem hægt er að skoða en vorið 2017 fundust óvænt rústir við fornleifaskráningu innarlega í Ólafsdal við Gilsfjörð. Þær hafa verið aldursgreindar til 9. eða 10. aldar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei