Handverkshópurinn Bolli opnar eftir endurbætur

DalabyggðFréttir

Handverkshópurinn Bolli í Búðardal hefur nýtt veturinn í að hressa upp á húsnæðið sitt. Verslunin var öll tekin í gegn, gólfefni, innréttingar og rýmið endurskipulagt.  Lopapeysurnar vinsælu hafa fengið heiðurssess í versluninni, og nú er auðveldara að skoða þær og velja úr. Einnig var komið upp kósíhorni fyrir þá félagsmenn sem eru á staðnum hverju sinni, þar sem er hægt að sitja og prjóna í þægilegri birtu.

Við skipulagsbreytingarnar fékk Bolli til liðsinnis Sunnevu Hafsteinsdóttur frá Handverki og hönnun, en stjórn félagsins hefur séð um framkvæmdir og útfært hugmyndirnar endanlega.  Nokkrir vaskir iðnaðarmenn hafa lagt hönd á plóginn og útkoman þykir vel heppnuð.

Verslunin opnaði á sumardaginn fyrsta, harmonikuklúbburinn Nikkólína spilaði og spenntir gestir sýndu sig.

Opið verður fram á vorið frá fimmtudegi til sunnudags, frá klukkan 11 – 17, en svo bætist í opnun þegar ferðamenn fara á stjá með sumrinu.

Lopapeysurnar vinsælu hafa fengið heiðurssess í versluninni

Bílarnir hans Árna eru alltaf vinsælir

Verslunin var öll tekin í gegn og endurskipulögð

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei