Haustfagnaður í Dölum

DalabyggðFréttir

Helgina 23. – 25. október stendur Félag sauðfjárbænda í Dölum fyrir haustfagnaði í Dalabyggð.
Mikil og fjölbreytt dagskrá er í boði og má lesa hana hér fyrir neðan.

Föstudagurinn 23. október

Kl. 13:00 – Málþingið “Ungt fólk í landbúnaði” í Dalabúð, Búðardal.
Í tengslum við haustfagnað þá er boðað til málþings undir yfirskriftinni “Ungt fólk í landbúnaði”. Framsögumenn verða: Haraldur Benediktsson formaður BÍ, Kristín Vala Ragnarsdóttir forstöðumaður umhverfis- og verkfræðisviðs HÍ, Ingibjörg Sigurðardóttir lektor við ferðamálabraut Háskólans á Hólum og Baldvin Jónsson verkefnisstjóri hjá Áform. Fundarstjóri verður Ásmundur Einar Daðason.
Kl. 16:30 – Stofnfundur landsamtaka ungra bænda í Dalabúð, Búðardal.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður heiðursgestur á stofnfundinum og flytur setningarræðu.
Kl. 16:00 – Opin fjárhús og lambhrútasýning í suðurhólfi. Háafell í Miðdölum.
Árleg lambhrútasýning fer fram í tengslum við Haustfagnað, sýningin er tvískipt og sýningin í suðurhólfi fer að þessu sinni fram á Háafelli í Miðdölum. Fjárhúsunum á Háafelli hefur verið breytt og settar hafa verið upp gjafagrindur.
Kl. 19:00 – Sviðaveisla, hagyrðingakvöld í Dalabúð, Búðardal
Árleg sviðaveisla og hagyrðingakvöld verður haldið í Dalabúð Búðardal. Boðið verður uppá köld svið, söltuð svið, sviðalappir o.fl. Landsfrægir hagyrðingar verða á hagyrðingakvöldinu. Hljómsveitin Nikkólína leikur létta harmonikkutónlist og fleira.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Kl. 20:00 – “SLÁTRIД í Reiðhöllinni í Búðardal.
Rokktónleikar þar sem nokkrar af þekktustu hljómsveitum landsins rokka í þágu íslensku sauðkindarinnar. Eftirtaldar hljómsveitir munu koma fram á “Slátrinu”: Black Sheep, Grjóthrun í Hólshreppi, Dr. Gunni, Agent Fresco, Reykjavik!, Retro Stefson, FM-Belfast og hljómsveitin Rass.

Laugardagurinn 24. október

Kl. 10:00 – Opna hrútamótið í innanhúsknattspyrnu að Laugum í Sælingsdal.
Hluti af haustfagnaði er opna hrútamótið í innanhúsknattspyrnu sem haldið er á Laugum í Sælingsdal. Á mótinu er keppt bæði í kvenna- og karlaflokki og er öllum frjálst að skrá lið til keppni. Skráningargjald á hvert lið er 5.000 krónur en allar nánari upplýsingar og skráningar eru hjá Jóni Agli frá Sauðhúsum í síma 867-5604
Kl. 10:00 – Opin fjárhús og lambhrútasýning í norðurhólfi. Hróðnýjarstaðir í Laxárdal.
Árleg lambhrútasýning fer fram í tengslum við Haustfagnað, sýningin er tvískipt og sýningin í norðurhólfi fer að þessu sinni fram á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal. Á Hróðnýjarstöðum eru ný fjárhús með gjafagrindum auk eldri fjárhúsa sem breytt hefur verið í gjafagrindahús.
Kl. 14:00 – Haustfagnaður í Dölum!! – Reiðhöllinni í Búðardal.
Hátíðardagskrá haustfagnaðar fer fram í Reiðhöllinni í Búðardal en þar verður margt að gerast og mikil stemmning fram eftir kvöldi. Aðgangseyrir að Haustfagnaði er 1.500 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir 12-16 ára og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Helstu viðburðir sem á dagskrá verða eru:
  • Meistaramót Íslands í rúningi.
Meistaramót Íslands í rúningi verður haldið í tengslum við Haustfagnað. Keppnin verður með sambærilegu fyrirkomulagi og á síðasta ári nema hvað bætt verður við flokki óvanra rúningsmanna. Stuðningsaðilar keppninnar í ár eru Íslenskar búrekstrarvörur (www.isbu.is) og Ístex (www.istex.is). Allar nánari upplýsingar og skráningar eru hjá Helga Hauk í síma 865-1717 eða helgi@isbu.is.
  • Kynning á íslenskri ull. Landbúnaðarháskóli Íslands og Ístex verða með kynningu á íslenskri ull og ullarmati.
  • Kjötsúpa í boði Dalamanna.
  • Bændatugþraut og keppnin ungi bóndi ársins.
  • RISA Grillveisla þar sem grilluð verða Dalalömb og pylsur
  • Matarmarkaður þar sem seldar/kynntar verða ýmsar vörur. Dæmi um það eru kjöt, grænmeti, harðfiskur o.fl.
  • Verðlaunaafhending þar sem bestu lambhrútar Dalasýslu verða verðlaunaðir
  • Verðlaunaafhending þar sem bestu ær Dalasýslu verða verðlaunaðar
  • Ýmis skemmtiatriði í boði heimamanna.
    Fjöldasöngur, glens og gaman.

  • Hljómsveitin Grjóthrun í Hólshreppi heldur uppi stuðinu um kvöldið.
Kl. 00:00 – PAPAR í Dalabúð, Búðardal
Húsið opnar kl. 23:00
16 ára aldurstakmark
Helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru: Dalabyggð, KVH Afurðir á Hvammstanga, Ístex, Íslenskar búrekstrarvörur, KM-þjónustan, KB Banki í Búðardal, SAH afurðir, Sláturfélag Suðurlands, Vís, Sjóvá, Mjólkurstöðin í Búðardal, KS, sauðfjárbændur í Dölum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei