Íslykill

DalabyggðFréttir

Íslykill er hluti af innskráningarþjónustu Ísland.is og leysir veflykil ríkisskattstjóra af hólmi sem innskráningarleið hjá Ísland.is.
Íslykill er kennitala og lykilorð og er notaður á vefjum stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Undir þetta fellur íbúagátt Dalabyggðar.
Þjóðskrá Íslands gefur út Íslykil. Allir geta fengið íslykil, bæði fólk og fyrirtæki. Ekkert aldurstakmark er á Íslykli. Íslykil er hægt að fá í heimabanka (tekur 5-10 mínútur), í bréfpósti á lögheimili (tekur 1-3 dagar) og í þjónustuveri Þjóðskrár Íslands.
Við fyrstu innskráningu með Íslykli er notandi beðinn að breyta lyklinum og gefa upp farsímanúmer og netfang. Farsímanúmer og netfang er notað þegar þörf er á auknu öryggi. Nýja lykilorðið þarf að vera „sterkt“, þ.e. lágmark 10 stafir og blanda af bókstöfum, tölustöfum og táknum. Íslenskir stafir eru leyfðir. Ekki er gerður greinarmunur á há- og lágstöfum.
Handhafar rafrænna skilríkja á debetkortum geta skráð sig inn á „Mínar síður“ á Ísland.is, valið „Stillingar“ og búið til Íslykil.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei